Liverpool tók á móti Lyon í æfingamótinu Dubai Super Cup í dag.
Liverpool stillti upp sterku liði í fyrri hálfleik en yngri og óreyndari menn fengu tækifæri í þeim síðari. Staðan var 1-1 í hálfleik, Fabio Carvalho kom Liverpool yfir á fyrstu mínútu leiksins.
Alexandre Lacazette jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks en Mohamed Salah hafði þá klikkað á vítaspyrnu áður, Anthony Lopes markvörður Lyon varði frá honum.
Lokatölur voru 3-1 fyrir Lyon og Lacazette skoraði síðasta mark leiksins. Í þessu móti er farið í vítaspyrnukeppni sama hvernig úrslitin eru.
Calvin Ramsay hægri bakvörður Liverpool var sá eini sem klikkaði svo Lyon stóð uppi sem sigurvegari.
Chelsea tapaði 1-0 gegn Aston Villa í Abu Dhabi en það var John McGinn sem skoraði eina markið. Stærstu nöfnin í liði Chelsea voru Ben Chilwell, Jorginho, Trevoh Chalobah, Aubameyang og Armando Broja.
Villa stillti upp mun þekktari nöfnum.