
Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema hefur verið fremur hljóðlátur á meðan HM hefur verið í gangi en loks sent franska landsliðinu stuðning sinn.
Benzema, sem vann hinn eftirsótta gullknött stuttu fyrir HM, meiddist í leik með Real Madrid og var þá ljóst að hann myndi ekki ná mótinu í Katar.
Hann, Paul Pogba og N'golo Kanté voru meðal þeirra sem fóru ekki með á HM.
Benzema hafði lítið sagt um franska liðið á mótinu en hann sendi stuðning sinn á samfélagsmiðlum í kvöld.
„Koma svo strákar. Tveir leikir í viðbót, þetta er næstum því komið. Ég styð ykkur, koma svo“ sagði Benzema.
Allez les gars, encore 2 matchs on y est presque… derrière vous.. Vamonos ???? #AllezLesBleus pic.twitter.com/DyE6hYhwf6
— Karim Benzema (@Benzema) December 11, 2022
Athugasemdir