Armando Broja virtist hafa meiðst illa í æfingaleik Chelsea gegn Aston Villa í Abu Dhabi í dag.
Ezri Konsa varnarmaður Aston Villa labbaði með boltann í átt að Robin Olsen sem var i marki Villa í dag og ætlaðist greinilega til þess að markvörður tæki við boltanum.
Broja eltir hann uppi og ætlar að teygja sig í boltann en nær því ekki og fellur í jörðina. Það er myndband af atvikinu en það sést ekki að um greinileg meiðsli séu að ræða.
En það heyrist á Broja sé sárþjáður og heldur um hnéið á sér og er því líklegt að um krossbandameiðsl séu að ræða.
Haunting screams from Armando Broja, this doesn’t look good at all.
— Barstool Football (@StoolFootball) December 11, 2022
Heartbreaking. Speedy recovery. ???? pic.twitter.com/rPhk4WDryA
Sjá einnig:
Æfingaleikir: Salah klikkaði á víti - Villa vann Chelsea
Athugasemdir