Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 15:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Laglegt aukaspyrnumark hjá Jóhanni Berg

QPR 0 - 3 Burnley
0-1 Johann Gudmundsson ('19 )
0-2 Ian Maatsen ('45 )
0-3 Nathan Tella ('71 )


Burnley er áfram á toppnum í Championship deildinni eftir öruggan sigur á QPR á útivelli í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu og kom liðinu á bragðið með laglegu marki beint úr aukaspyrnu.

Hinn tvítugi Ian Maatsen tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks og Nathan Tella negldi síðasta naglann í kistu QPR. 3-0 lokatölur.

Burnley er með þriggja stiga forystu á Sheffield United á toppi deildarinnar eftir 22 umferðir.

Markið hans Jóa Berg má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner