„Það gleður okkur að tilkynna það að varnarmaðurinn Stefan Dabetic og miðjumaðurinn Dimitrije Cokic hafa endursamið við félagið um eitt ár og munu taka slaginn sumarið 2023," segir í tilkynningu Ægis.
Félagið, sem endaði í þriðja sæti 2. deildar í sumar, var að framlengja við tvo af sínum bestu mönnum.
Félagið, sem endaði í þriðja sæti 2. deildar í sumar, var að framlengja við tvo af sínum bestu mönnum.
Dabetic, eða Dabe eins og hann er oftast kallaður kom, fyrst til liðsins fyrir sumarið 2019 og verið með liðinu óslitið síðan þá. Miðvörðurinn hefur leikið 100 KSÍ leiki fyrir félagið og skorað í þeim 19 mörk. Hann er að fara inn í sitt fimmta tímabil með liðinu.
Cokic, eða Dimi eins og hann er oftast kallaður, kom fyrst til liðsins fyrir sumarið 2021 og er því að fara inn í sitt þriðja tímabil með liðinu. Miðjumaðurinn hefur leikið 46 KSÍ leiki fyrir Ægi og skorað í þeim tólf mörk, þar af tíu mörk síðasta sumar í 2. deildinni þar sem hann var valinn besti leikmaður liðsins.
„Það er sönn ánægja innan félagsins með að hafa klófest þessa leikmenn áfram og hlökkum við til að byggja ofan á undanfarinn árangur."
Athugasemdir