Enski þjálfarinn Neil Critchley er nýr stjóri QPR í ensku B-deildinni en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning í dag.
Michael Beale var ráðinn stjóri QPR fyrr í sumar og byrjaði frábærlega með liðið en yfirgaf svo liðið á dögunum og tók við Rangers í Skotlandi eftir að Giovanni van Bronckhorst var rekinn.
Beale stýrði liðinu í 22 leikjum áður en hann yfirgaf QPR.
Neil Critchley var tilkynntur sem nýr stjóri QPR eftir 3-0 tapið gegn Burnley í dag en hann krotaði undir þriggja og hálfs árs samning.
Critchley sem var áður í þjálfarateymi Liverpool en hann stýrði aðalliðinu í tveimur bikarleikjum gegn Aston Villa og Shrewsbury Town. Hann stýrði þá Blackpool frá 2020 til 2022 áður en hann fór í þjálfarateymi Aston Villa þar sem hann var aðstoðarmaður Steven Gerrard.
QPR er í 9. sæti B-deildarinnar með 31 stig.
Athugasemdir