
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heimsins.
Barcelona gæti gengið frá kaupum á franska miðjumanninum Ngolo Kante, 31, frá Chelsea í janúar en það fer eftir því hversu vel honum gengur að jafna sig af meiðslum. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar. (Sport)
AC Milan er að gefast upp á að eltast við Hakim Ziyech, 29, vængmann Chelsea vegna þess að Marokkóinn er með of háar launakröfur. Ítalska félagið hefur þó enn áhuga á Armando Broja framherja bláa Lundúnarliðsins (Gazzetta dello Sport)
Tottenham skoðar það að kaupa Stefan de Vrij frá Inter í janúar. Atletico Madrid hefur einnig áhuga á þessum þrítuga miðverði en hann verður án félags í sumar. (Football Insider)
Tottenham, Juventus, Inter og Atletico Madrid hafa öll áhuga á argentíska landsliðsmanninum Alexis Mac Allister, 23, leikmanni Brighton. (Fichajes)
Erik ten Hag stjóri Manchester united var tilbúinn að leyfa Cristiano Ronaldo að fara í ágúst en mörg félög neituðu tækifærinu að fá hann fyrir 80 þúsund pund á viku. (Athletic)
Manchester United hefur endurvakið áhuga sinn á Kim Min-Jae miðverði Napoli en fá samkeppni frá Real Madrid en þessi suður kóreski landsliðsmaður er metinn á 38 milljónir punda. (Sunday MIrror)
Arsenal og Chelsea hafa bæði sýnt áhuga undanfarið ár á að fá Wilfried Zaha, 30, leikmann Crystal Palace í sínar raðir. (Teamtalk)
Newcastle er líklegasti áfangastaður Milan Skriniar, 27, miðvörð Inter Milan. (Calciomercato)
Chelsea og Liverpool hafa bæði áhuga á að fá Norðmanninn Sander Berge, 24, frá Sheffield United. (Jeunesfooteux)
Juventus og Inter Milan skoða aðstæður vel hjá Chris Smalling en liðin bíða og sjá hvort þessi 33 ára gamli enski miðvörður geri nýjan samning við Roma en núgildandi samningur hans við félagið rennur út í sumar. (Sky Sports Italia)
Sevilla hefur áhuga á Azzedine Ounahi, 22, miðjumanni Angers en hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með marokkóska landsliðinu á HM. (Fichajes)
Dortmudn vill ekki selja belgíska hægri bakvörðinn Thomas Meunier í janúar en Barcelona hefur áhuga á þessum 31 árs gamla leikmanni. (Sport)
Raphael Guerreiro landsliðsmaður Portúgal, 28, mun líklega yfirgefa Dortmund í sumar. (Ruhr Nachrichten)
Simon Rolfes yfirmaður hjá Bayer Leverkusen segir að félagið se mjög rólegt yfir framtíð hollenska varnarmannsins Jeremie Frimpong en hann hefur verið orðaður við Manchester United. Hann er á samning til 2025 hjá þýska liðinu. (Sky Deutschland)