Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Fótboltinn ekki heim en kötturinn Dave fer þangað
Kyle Walker með Dave
Kyle Walker með Dave
Mynd: Twitter
Enska landsliðið er úr leik á HM og fótboltinn því ekki á leið heim en kötturinn Dave mun þó fara heim með enska landsliðshópnum.

Flækingskötturinn Dave heimsótti enska landsliðið á æfingasvæði liðsins í Katar og eyddi miklum tíma þar milli æfinga og leikja.

Kyle Walker, leikmaður landsliðsins, var spurður út í Dave fyrir leik Englands gegn Frakklandi.

„Dave líður vel. Takk fyrir að spyrja,“ sagði Walker á fréttamannafundinum.

Leikmennirnir og þjálfararnir voru það hrifnir af Dave að nú hefur verið ákveðið að ættleiða köttinn. Unnið er að því að flytja hann til Bretlandseyja, en hér fyrir neðan má sjá myndband af þessum umtalaða ketti.


Athugasemdir
banner
banner