Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola valdi Man City fram yfir brasilíska landsliðið
Mynd: EPA
Brasilíska goðsögnin Ronaldo heldur því fram að brasilíska knattspyrnusambandið hafi reynt að fá Pep Guardiola til að taka við landsliðinu.

Brasilía er úr leik á HM eftir tap fyrir Króatíu í 8-liða úrslitum. Brassanir voru heilt yfir betri en Króatar náðu að knýja fram framlengingu og vinna svo í vítaspyrnukeppni.

Tite hætti sem þjálfari liðsins eftir HM en brasilíska knattspyrnusambandið ætlaði að fá Pep Guardiola í hans stað eftir HM.

Guardiola ákvað frekar að framlengja samning sinn við Manchester City.

„Það var áhugi á Guardiola. Það var rætt við teymið hans Guardiola en hann ákvað að framlengja við Manchester City. Það væri líka erfitt fyrir brasilíska knattspyrnusambandið að ná samningum við hæstlaunaðasta þjálfara heims,“ sagði Ronaldo í viðtali við fjölmiðla í Katalóníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner