Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gyrðir spilaði með FH - Daði var í markinu
Gyrðir Hrafn í leiknum með FH.
Gyrðir Hrafn í leiknum með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson lék með FH í æfingaleik gegn Víkingum í gær, laugardag.

Eins og við greindum fyrst frá í síðustu viku þá hefur Gyrðir verið að æfa með FH.

Gyrðir, sem er 23 ára gamall, er uppalinn í KR en hefur leikið með Leikni frá 2019. Hann hjálpaði Leiknismönnum að komast upp í efstu deild og hefur spilað meirihlutann af leikjum liðsins í Bestu deildinni undanfarin tvö sumur.

Gyrðir verður samningslaus um áramótin og er honum frjálst að skoða í kringum sig.

FH var í vandræðum með miðvarðastöðuna á síðustu leiktíð og gæti Gyrðir verið kostur þar. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann muni semja við félagið.

Þá lék Daði Freyr Andrésson í markinu hjá FH í gær. Hann kemur til með að berjast við Sindra Kristin Ólafsson um stöðuna á næstu leiktíð. Daði var lánaður í Kórdrengi á síðustu leiktíð eftir að FH hafði sent hann í leyfi vegna ásakana í hans garð á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner