Dominik Livakovic í nærmynd

Í Króatíu er farin af stað umræða um að reisa styttu af markverðinum Dominik Livakovic sem er búinn að vera gjörsamlega stórkostlegur á HM í Katar.
Þessi 27 ára markvörður hefur alla tíð spilað í heimalandinu og er hjá stærsta félagsliði landsins, Dinamo Zagreb. Hann er eini byrjunarliðsmaðurinn hjá Króatíu sem spilar í heimalandinu.
Þessi 27 ára markvörður hefur alla tíð spilað í heimalandinu og er hjá stærsta félagsliði landsins, Dinamo Zagreb. Hann er eini byrjunarliðsmaðurinn hjá Króatíu sem spilar í heimalandinu.
Nafnið hans hefur stækkað mikið á HM en hann átti sannkallaðan stórleik þegar Króatar lögðu Brasilíumenn í 16-liða úrslitunum. Hann varði eins og berserkur, alls ellefu skot, og kom leiknum í vítaspyrnukeppni.
Þar varði hann fyrstu spyrnu Brasilíu, frá Rodrygo, og lagði grunn að sigri síns liðs og heimferð Brasilíumanna. Fjórum dögum áður hafði Livakovic verið hetjan gegn Japan í vítakeppni þar sem hann varði þrjár spyrnur.
„Við erum með reynslumikið lið og við erum aldir upp sem bardagamenn. Við gefum ekkert eftir, gerum alltaf okkar besta og það er uppskriftin að árangri," sagði Livakovic eftir sigurinn gegn Brasilíu. Hann varð aðalmarkvörður króatíska landsliðsins 2019 og hefur síðustu fjögur ár verið valinn besti markvörður Króatíu.
Livakovic er orðinn þjóðhetja í Króatíu en hann varði fleiri skot gegn Brasilíu en nokkur annar króatískur markvörður hefur gert í leik á HM.
Af þeim markvörðum sem eru eftir í keppninni í Katar hefur Livakovic varið langflest skot, og það þrátt fyrir að vörslur í vítakeppnum séu ekki taldar með. Hann hefur varið fleiri skot en hinir þrír markverðirnir í undanúrslitaliðunum hafa gert til samans.
Livakovic og félagar í Króatíu mæta Argentínu í undanúrslitum á þriðjudag.
???? Total saves from goalkeepers in #Qatar2022 (remaining teams in semi finals, excluding penalty shootouts)
— WhoScored.com (@WhoScored) December 11, 2022
???????? Dominik Livakovic - 23
???????? Hugo Lloris - 8
???????? Yassine Bounou - 5
???????? Emiliano Martínez - 2
???? Who will win the Golden Glove in Qatar?
Athugasemdir