Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 12:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane niðurbrotinn: Ég tek ábyrgð

Harry Kane framherji enska landsliðsins segist niðurbrotinn eftir að liðið féll úr leik á HM eftir tap gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum í gær.


Leikurinn endaði 2-1 en Kane skoraði mark Englands af vítapunktinum. Hann fékk tækifæri til að jafna í 2-2 af vítapunktinum en í þetta sinn skaut hann yfir markið.

„Ég er alveg niðurbrotinn. Við gáfum allt í þetta en smáatriði varð okkur að falli og ég tek ábyrgð á því. Það er ekki hægt að fela sig á bakvið neitt, þetta er sárt og það mun taka tíma að jafna sig en þetta er hluti af íþróttum," skrifaði Kane.

Þetta var í tíunda sinn sem England kemst í 8 liða úrslit og í sjöunda sinn sem liðið tapar.


Athugasemdir
banner
banner