
Harry Kane framherji enska landsliðsins segist niðurbrotinn eftir að liðið féll úr leik á HM eftir tap gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum í gær.
Leikurinn endaði 2-1 en Kane skoraði mark Englands af vítapunktinum. Hann fékk tækifæri til að jafna í 2-2 af vítapunktinum en í þetta sinn skaut hann yfir markið.
„Ég er alveg niðurbrotinn. Við gáfum allt í þetta en smáatriði varð okkur að falli og ég tek ábyrgð á því. Það er ekki hægt að fela sig á bakvið neitt, þetta er sárt og það mun taka tíma að jafna sig en þetta er hluti af íþróttum," skrifaði Kane.
Þetta var í tíunda sinn sem England kemst í 8 liða úrslit og í sjöunda sinn sem liðið tapar.
Absolutely gutted. We’ve given it everything and it’s come down to a small detail which I take responsibility for. There’s no hiding from it, it hurts and it’ll take some time to get over it but that’s part of sport. pic.twitter.com/lw5Esl4fnA
— Harry Kane (@HKane) December 11, 2022