Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er byrjuð að æfa með Bayern München á nýjan leik.
Karólína hefur verið fjarrri góðu gamni vegna meiðsla á læri frá því í sumar. Það hefur verið flókið að ráða við þessi meiðsli en núna horfir til bjartari tíma hjá íslensku landsliðskonunni.
Karólína hefur verið í endurhæfingu undanfarnar vikur og mánuði en byrjaði um helgina að æfa með liðinu á nýjan leik.
Karólína missti af síðustu tveimur verkefnum A-landsliðsins og hafði það mikil áhrif á liðið í töpum gegn Hollandi og Portúgal sem urðu þess valdandi að Ísland missti af sæti á HM.
Það eru frábær tíðindi að hún sé að byrja að æfa aftur með liðinu og vonandi mun þessi efnilega fótboltakona snúa aftur á völlinn von bráðar.
Athugasemdir