Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í Hollandi, skoraði mark unglinga- og varaliðsins í 2-1 tapi gegn Utrecht í hollensku B-deildinni í dag.
Íslenski sóknartengiliðurinn var í byrjunarliði Jong Ajax og jafnaði metin fyrir liðið undir lok fyrri hálfleiks.
Þetta var fjórða mark hans í deildinni á þessu tímabili en hann hefur þá lagt upp þrjú.
Kristian er viðloðandi aðallið Ajax og spilaði til að mynda æfingaleiki gegn Blackburn Rovers og Volendam á dögunum og lagði upp gegn síðara liðinu.
Hann spilaði allan leikinn gegn unglinga- og varaliði Utrecht í dag en Ajax er í 11. sæti með 21 stig í B-deildinni.
Athugasemdir