
Hugo Lloris er núna orðinn leikjahæsti leikmaðurinn í sögu franska landsliðsins.
Lloris varði mark Frakklands í 143. skiptið er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í gær með sigri gegn Englendingum í gær.
Lloris tók fram úr fyrrum varnarmanninum Lillian Thuram sem spilaði 142 landsleiki á sínum ferli. Bæði Lloris og Thuram hafa orðið heimsmeistarar einu sinni en Lloris er að berjast um að vinna keppnina í annað sinn.
Markvörðurinn átti stórkostlegan leik og hjálpaði við að sjá til þess að Frakkland fær undanúrslitaleik gegn Marokkó.
Lloris, sem er 35 ára gamall, hefur spilað með franska landsliðinu frá 2008 og verið fyrirliði lengst af.
143 - Hugo Lloris will earn his 143rd cap for the @FrenchTeam, a record in Les Bleus history. Captain. #ENGFRA pic.twitter.com/anqGeSNP7P
— OptaJean (@OptaJean) December 10, 2022
Athugasemdir