Það hefur verið óvissa með framtíð Marcus Rashford og Diogo Dalot hjá Manchester United en samningar þeirra eru að renna út.
Rashford hefur verið orðaður við PSG að undanförnu en honum er frjálst að ræða við þá strax í janúar.
Erik ten Hag segir þó að félagið sé að vinna í því að semja við leikmennina en félagið hefur þann möguleika að framlengja samning þeirra án þess að þurfa fara í viðræður.
„Við erum að tala við þá um samningamál, við höfum stjórn á þessu því við erum með möguleikann á að framlengja við alla þessa leikmenn og við munum skoða þann möguleika," sagði Ten Hag.
Athugasemdir