Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 10:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martraðar frammistaða hjá dómaranum að mati Englendinga

Englendingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna þegar liðið féll úr leik á HM í gær eftir tap gegn Frakklandi.


Harry Maguire miðvörður liðsisn gagrýndi hann í viðtali eftir leikinn.

„Ákvöðrunartökurnar hjá dómaranum voru mjög slakar. Leikmenn eru alltaf gagnrýndir en það væri gott ef hann kæmi og segði hvort hann hafi átt góðan leik eða ekki," sagði Maguire.

„Það voru svona 5-6 skipti í fyrri hálfleik sem þeir voru alltof seinir í tæklingar. Kane var fyrir utan teig en það var brot. Saka átti að fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marksins. Stór augnablik, stórar ákvarðanir, þú gerir ráð fyrir að fá eitthvað en í kvöld fengum við ekkert."

Gary Neville var við störf hjá ITV í kringum leikinn.

„Við vissum að þeir væru slakir í þessu en við ræddum aldrei hversu margar slæmar ákvarðanir þeir tóku. Þetta var algjör martröð hjá dómaranum, algjör brandari. Það var ekki ástæðan fyrir tapinu, fólk mun segja að þetta séu afsakanir en hann var bara lélegur," sagði Neville.


Athugasemdir
banner
banner
banner