
Fyrir um hálftíma síðan tók flugvél enska landsliðsins á loft frá flugvellinum í Doha og heldur áleiðis til Manchester. Enska landsliðið kvaddi Al Wakrah hótelið í morgun eftir að hafa fallið úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum í gærkvöldi. Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands segist ætla að gefa sér smá tíma í að íhuga sína stöðu en nær allir sparkspekingar Englands hafa sýnt honum stuðning og vilja að hann haldi áfram með liðið.
Athugasemdir