Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Napoli skoraði þrjú gegn Crystal Palace
Giacomo Raspadori skoraði tvö
Giacomo Raspadori skoraði tvö
Mynd: EPA
Toppliðið á Ítalíu, Napoli, vann góðan 3-1 sigur á Crystal Palace í æfingaleik í Tyrklandi í dag.

Wilfried Zaha skoraði fyrsta mark leiksins þegar hálftími var búinn af leiknum en Victor Osimhen jafnaði með glæsimarki stuttu síðar.

Í þeim síðari tók svo Giacomo Raspadori málin í sínar hendur og skoraði tvö til að tryggja Napoli sigurinn.

Raspadori er heitur þessa dagana en hann skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-2 sigri á Antalyaspor í æfingaleik á dögunum.

Fyrsti leikur Napoli eftir HM er ekki fyrr en 4. janúar en þá mætir liðið Inter.Crystal Palace spilar gegn Real Valladolid í vináttuleik á föstudag og er það síðasti æfingaleikurinn áður en það spilar við Fulham á annan í jólum.
Athugasemdir
banner
banner
banner