Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 11:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar ónýtur eftir tapið á HM

Neymar er alveg eyðilagður eftir að Brasilía féll úr leik á HM á dögunum.


Það er mikil óvissa hvort hann verði með liðinu eftir fjögur ár en hann gaf það í skyn eftir leikinn að hann íhugar að hætta að spila með landsliðinu.

Hann skrifaði pistil á Instagram síðu sína þar sem hann fer yfir líðan sína eftir vonbrigðin.

„Ég er ónýtur andlega. Þetta tap er klárlega það sársaukafyllsta en ég lamaðist í 10 mínútur áður en ég grét endalaust, þetta mun svíða mjög lengi því miður," skrifar Neymar á Instagram síðu sína.

„Við börðumst allt til enda. Ég er stoltur af liðsfélögunum því það vantaði ekkert upp á skuldbindinguna. Þessi hópur átti þetta skilið [að vinna HM], við áttum það skilið, Brasilía átti það skilið en Guð ætlaði okkur það ekki."


Athugasemdir
banner
banner
banner