Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Neymar: Þetta er ógeðslega sárt en áfram gakk
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar virðist ekki útiloka það að spila á næsta heimsmeistaramóti en hann tjáir sig á Instagram í kvöld.

Brasilía er úr leik á HM eftir að hafa tapað óvænt fyrir Króötum í 8-liða úrslitum.

Neymar hefur lengi talað um að þetta gæti hafa verið hans síðasta heimsmeistaramót en hljóðið er annað í honum núna.

Miðað við yfirlýsinguna sem hann sendi frá sér þá er möguleiki fyrir hendi að hann spili á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó eftir fjögur ár.

„Þetta tap er enn svo ógeðslega sárt. Við vorum svo nálægt því, svo ótrúlega nálægt því. Töp gera mig sterkari en þetta er of vont og ég er enn ekki búinn að venjast því. Við höldum samt áfram og lífið heldur áfram. Jafnvel þó þetta sé vont núna þá tekur tíma að lækna öll sár.“

„Ég vil enn og aftur þakka brasilísku þjóðinni fyrir ást ykkar og stuðning. Það að heyra frá ykkur að við börðumst fram að síðustu mínútur huggar okkur aðeins og gerir sársaukann minni.“

„Takk fyrir allt Katar. Þetta mót var fallegt og við vildum gera Brasilíu að meisturum en það það voru ekki örlög guðs. Við höldum áfram. Núna þurfum við að slökkva aðeins á okkur og njóta þess að vera með vinum og fjölskyldu. Við munum hlaða batteríin því það er erfitt að eiga við þetta tap. Þetta særir enn,“
sagði Neymar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner