Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 11:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pickford gagnrýndur - „Flestir markmenn í úrvalsdeildinni hefðu varið þetta"

Ben Foster fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni gagnrýndi Jordan Pickford markvörð enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum á HM í gær.


Foster hefur snúið sér að því að gera Youtube myndbönd eftir að ferlinum hans lauk en hann hefur fylgst grannt með gangi mála hjá enska liðinu á HM. Þá hefur hann verið með umræðu þátt eftir hvern einasta leik hjá liðinu.

„Mér fannst að Pickford hafi átt að gera betur. Þetta var af rúmu 20 metra færi, Jude Bellingham var alveg ofan í honum. Boltinn fer í gegnum klofið á honum en það tekur Pickford ekki úr jafnvægi," sagði Foster.

„Hreyfingarnar hjá honum voru bara alltof hægar. Á þessu stigi verðu þú nánast að skutla þér framhjá boltanum. Flestir markmenn í ensku úrvalsdeildinni hefðu varið þetta. Þetta var ekki fast og ekki alveg í hornið."


Athugasemdir
banner
banner
banner