Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan segir í nýrri Twitter-færslu að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sé trúður.
Ten Hag hefur undanfarna daga verið að tjá sig um Cristiano Ronaldo sem yfirgaf herbúðir Manchester United í síðasta mánuði í kjölfarið á eldfimu viðtali sem hann fór í hjá Morgan.
Ten Hag segir að Ronaldo hafi ekki verið í góðu formi og því ekki getað hjálpað liðinu. Morgan, sem er mikill vinur Ronaldo, er ekki sáttur með þessi ummæli.
„Ekki í formi? Það er erfitt að átta sig á því hvers Ronaldo fannst þessi trúður sýna vanvirðingu," segir Morgan í kaldhæðni.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist næst hjá Ronaldo en hann er félagslaus þessa stundina. Líklegast þykir að hann muni enda í Sádí-Arabíu en þar er hann með gott tilboð á borðinu.
‘When he’s in good shape, he’s a good player.’
— Piers Morgan (@piersmorgan) December 10, 2022
Hard to imagine why Ronaldo felt disrespected by this clown, isn’t it.. ???? https://t.co/AtMWKsSvZi
Athugasemdir