Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 14:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo mistókst að uppfylla stærsta drauminn - „Ekki þess virði að ræða hitamál"

Cristiano Ronaldo lék sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti á ferlinum í gær þegar liðið féll úr leik gegn Marokkó.


Mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarið en samningi hans við Man Utd var rift og svo missti hann sætið sitt í liði Portúgals á miðju móti.

„Að vinna HM með Portúgal var minn stærsti draumur á ferlinum. Til allrar hamingju vann ég marga titla á alþjóða vettvangi, meðal annars með Portúgal, en að setja nafn þjóðarinnar á stærsta svið heimsins var stærsti draumurinn," skrifar Ronaldo.

„Ég barðist fyrir því. Ég lagði hart að mér til að uppfylla drauminn á þessum fimm heimsmeistaramótum sem ég skoraði á á 16 árum, við hlið frábærra leikmanna og studdur af milljónum Portúgala. Ég gaf allt í þetta, skildi allt eftir á vellinum, gafst aldrei upp."

Það er ljóst að þetta var hans síðasti séns að ná í þann stóra.

„Því miður var draumurinn úti í gær. Það er ekki þess virði að ræða hitamál, ég vil bara að þið vitið að margt hefur verið sagt, margt skrifað og margar vangaveltur en metnaðurinn minn í garð Portúgal breyttist aldrei. Ég barðist alltaf fyrir markmiðinu og ég myndi aldrei snúa baki við samstarfsmönnum og þjóðinni," skrifar Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner
banner