Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo skoraði aldrei í útsláttarkeppni HM
Cristiano Ronaldo lék að öllum líkindum sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti í gær þegar Portúgal tapaði gegn Marokkó.

Leikurinn var í átta-liða úrslitunum á HM í Katar, en Portúgalar þurftu að sætta sig við 1-0 tap í leiknum.

Ronaldo er orðinn 37 ára og er á niðurleið á sínum ferli. Það eru litlar sem engar líkur á því að hann verði með eftir fjögur ár á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Ronaldo spilaði alls átta leiki í útsláttarkeppni HM en tókst aldrei að skora.

Hann fór í gegnum 570 mínútur og 27 skot tilraunir án þess að skora eitt mark. Er það líklega eitthvað sem hann mun hugsa lengi um.


Athugasemdir
banner
banner
banner