
Cristiano Ronaldo lék að öllum líkindum sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti í gær þegar Portúgal tapaði gegn Marokkó.
Leikurinn var í átta-liða úrslitunum á HM í Katar, en Portúgalar þurftu að sætta sig við 1-0 tap í leiknum.
Leikurinn var í átta-liða úrslitunum á HM í Katar, en Portúgalar þurftu að sætta sig við 1-0 tap í leiknum.
Ronaldo er orðinn 37 ára og er á niðurleið á sínum ferli. Það eru litlar sem engar líkur á því að hann verði með eftir fjögur ár á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Ronaldo spilaði alls átta leiki í útsláttarkeppni HM en tókst aldrei að skora.
Hann fór í gegnum 570 mínútur og 27 skot tilraunir án þess að skora eitt mark. Er það líklega eitthvað sem hann mun hugsa lengi um.
0 - Cristiano Ronaldo has failed to score in all eight of his knockout stage appearances at the World Cup (inc. third place play-off), going 570 minutes without scoring and taking 27 shots in the process. Exit. pic.twitter.com/HyTrpoUad0
— OptaJoe (@OptaJoe) December 10, 2022
Athugasemdir