Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 12:38
Elvar Geir Magnússon
Shearer: Vítaklúðrið mun fylgja Kane út ævina
Alan Shearer, fyrrum sóknarmaður og fyrirliði enska landsliðsins, segir að vítaklúður Harry Kane gegn Frakklandi í gær muni fylgja honum út ævina.

Kane hefði getað jafnað leikinn í 2-2 en skaut yfir úr vítaspyrnunni, Frakkar unnu 2-1 og eru komnir í undanúrslitin þar sem þeir leika gegn Marokkó.

„Kane mun ekkert sofa á næstunni. Ég veit hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir hann. Honum finnst hann hafa kostað liðið," segir Shearer.

„Við munum horfa á þetta öðruvísi. Hann hefur oft bjargað okkur. Ég klúðraði einu sinni mikilvægu víti gegn Sunderland og það er enn greypt í huga manns."

„Enska liðið spilaði vel í gær en hafði ekki heppnina með sér. Ég er hræddur um þetta vítaklúður Kane muni fylgja honum út ævina. Svona er líf sóknarmannsins. Þetta er mikill sársauki."

Harry Kane fær aðeins um tvær vikur til að hreinsa hugann áður en hann og Hugo Lloris mæta aftur til leiks með Tottenham. Tottenham mætir Brentford þann 26. desember.
Athugasemdir
banner
banner