Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2022 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Sjötta jafntefli Genoa á tímabilinu
Albert Guðmundsson og hans menn í Genoa gerðu markalaust jafntefli við Ascoli í ítölsku B-deildinni í dag en þetta var sjötta jafntefli Genoa á tímabilinu.

Genoa vann loks leik í síðustu umferð er liðið lagði Sudtirol, 2-0, á heimavelli.

Liðið náði ekki að fylgja því á eftir í dag þrátt fyrir að hafa verið töluvert meira með boltann.

Lærisveinar Alberto Gilardino náðu ekki að nýta færin gegn Ascoli og fór Albert af velli í hálfleik og inn kom rúmenski framherjinn George Puscas.

Genoa er í 4. sæti deildarinnar með 27 stig eftir sautján leiki og því ekki í alslæmum málum.
Athugasemdir
banner
banner
banner