
Kaveh Solhekol fréttamaður hjá Sky Sports greinir frá því að Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands dreymi um að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni.
Solhekol segist vita af því að Southgate telji sig geta stýrt 'top 4' liði.
„Kannski á hann skilið breytingar. Hann hefur náð árangri en allt í lagi, hann hefur ekki unnið bikar, Undanúrslit, úrslit, 8-liða úrslit, ný og spennandi lið. Maður fær það á tilfinninguna á fréttamannafundum að hann sé orðinn þreyttur á spurningum um annað en fótbolta," sagði Kaveh Solhekol.
„Ég veit fyrir víst að hann trúir því sjálfur að hann geti verið stjóri hjá stórliði á Englandi og hann vill sanna sig þar. Ég held að hann myndi gera vel sem stjóri í úrvalsdeildinni."
Framtíð Southgate hefur verið mikið rædd en hann hóf þjálfaraferil sinn árið 2006 þegar hann lagði skóna á hilluna. Hann tók við Middlesbrough og var þar í þrjú ár. Næsta starf hans var enska u21 liðið árið 2013 og síðan aðalliðið árið 2016.