„Þeir rændu Samúel Kára án þess að nokkkur vissi að hann væri að koma heim," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag þegar rætt var um félagaskipti Samúels Kára Friðjónssonar í Stjörnuna.
Samúel Kári samdi óvænt við Stjörnuna í október síðastliðnum en hann hafði þá ekki verið orðaður við nein önnur félög hér á landi.
Samúel Kári samdi óvænt við Stjörnuna í október síðastliðnum en hann hafði þá ekki verið orðaður við nein önnur félög hér á landi.
Samúel er miðjumaður sem var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðshópnum. Hann hefur verið atvinnumaður í tíu ár en snýr núna heim og fer í Garðabæinn.
„Það var eins mikið Stjörnu-signing og ég hef nokkurn tímann séð. Þegar það kemur bara einhver svona Facebook póstur allt í einu," sagði Tómas Þór Þórðarson.
„Eins og þegar þeir fengu Hilmar Árna á sínum tíma. Það hafði ekki neinn talað um það og allt í einu var hann mættur. Þeir hafa oft gert þetta. Það hefur oft verið svona Michael Edwards hjá Liverpool fílingur yfir því hvernig Stjarnan hefur náð að halda svona félagaskiptum leyndum og svo allt í einu kemur bara Facebook póstur."
Stjarnan var í þriðja sæti í fyrstu ótímabæru spá vetrarins en félagið hefur gert skemmtilega hluti á markaðnum í vetur.
Athugasemdir