Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes tekur aftur við Everton - Samkomulag í höfn
David Moyes vann Sambandsdeildina með West Ham og hefur enginn þjálfari Everton náð sömu hæðum og hann með liðið síðan hann fór burt 2013.
David Moyes vann Sambandsdeildina með West Ham og hefur enginn þjálfari Everton náð sömu hæðum og hann með liðið síðan hann fór burt 2013.
Mynd: EPA
Fjölmiðlar á Englandi keppast við að greina frá því að David Moyes sé búinn að ná samkomulagi við Everton.

Sky Sports er meðal þeirra og segir að ráðningin á honum verði staðfest á næsta sólarhring.

Hinn 61 árs gamli Moyes tekur við þjálfarastarfinu hjá Everton af Sean Dyche, sem hefur tekist að bjarga liðinu frá falli tvö ár í röð.

Dyche var rekinn frá Everton í gær, aðeins skömmu eftir að nýir eigendur gengu frá kaupum á félaginu. Friedkin hópurinn ákvað að skipta um þjálfara og var Moyes fyrir valinu.

Moyes starfaði síðast hjá West Ham United en gerði garðinn frægan við stjórnvölinn hjá Everton frá 2002 til 2013, áður en hann var ráðinn til Manchester United. Hann hélt svo í spænska boltann til að reyna fyrir sér með Real Sociedad áður en hann sneri aftur til Englands fyrir rúmlega átta árum síðan.

Þessi ráðning kemur aðeins á óvart vegna þess að það er ekki liðinn mánuður síðan Moyes gaf viðtal við Sky Sports þar sem hann sagðist ekki ætla að taka við liði sem væri nálægt fallbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner