Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Minnkar líkurnar á skiptum fyrir Evan Ferguson
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Það er talið ólíklegt að Evan Ferguson muni yfirgefa Brighton í þessum mánuði út af meiðslum sem eru að trufla hann.

Það eru enn nokkrar vikur í að hann snúi til baka en það eru ökklameiðsli sem eru að hrjá hann.

Hinn tvítugi Ferguson hefur misst af síðustu þremur leikjum Brighton út af meiðslunum.

Ferguson hefur verið orðaður við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur lítið spilað með Brighton, en meiðslin munu líklega koma í veg fyrir að hann fari annað í þessum mánuði.

Það er ekki langt síðan þótti mest spennandi sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar. En Ferguson hefur lítið fengið að spila eftir að Fabian Hürzeler tók við Brighton síðasta sumar.

Hann varð aðeins fjóri leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu 18 ára og yngri er hann gerði þrennu gegn Newcastle í fyrra. Það hefur hægst heldur betur á ferli hans eftir það en meiðsli og samkeppni í Brighton hafa haft áhrif á hann.
Athugasemdir
banner