Chris Waddle, fyrrum landsliðsmaður Englands, hefur líkt Marcus Rashford við Dele Alli og Ross Barkley.
Rashford er líklega á förum frá Manchester United í mánuðinum eftir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá félaginu síðustu ár. Það er kominn tími á nýtt upphaf hjá honum.
Rashford er líklega á förum frá Manchester United í mánuðinum eftir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá félaginu síðustu ár. Það er kominn tími á nýtt upphaf hjá honum.
Rashford varð fljótt í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Man Utd eftir að hann kom fram á sjónvarsviðið 2016 en leiðin hefur í raun bara legið niður á við síðustu árin.
„Hann er ekki ungur lengur. Fólk heldur áfram að tala eins og hann sé 21 árs, hann er það ekki. Hann hefur átt upp og niður feril. Við höfum séð þessa sögu hjá mörgum leikmönnum áður," segir Waddle.
„Ég get nefnt leikmenn eins og Dele Alli og Ross Barkley. Þeir hafa komið hratt upp á sviðið og horfið svo. Það var talað um þá eins og þeir væru í heimsklassa þegar þeir voru ungir en þeir náðu ekki að halda því uppi."
Waddle segir að Rashford verði að fara frá Man Utd þar sem hann hafi verið algjör miðlungsleikmaður að undanförnu. Hann þarf að koma sér aftur af stað.
Athugasemdir