Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
   lau 12. febrúar 2022 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Ari á leið til Ungverjalands
Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson er á leið til Ungverjalands samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Viðar Ari var stórkostlegur á síðasta ári með Sandefjord í Noregi og má með sanni segja að hann hafi slegið í gegn sem kantmaður, eftir að hafa áður leikið lengi vel sem bakvörður.

Viðar varð samningslaus eftir tímabilið 2021. Hann gat því samið við annað félag og var talsverður áhugi á honum.

„Ég myndi fyrst og fremst vilja fara og prófa eitthvað annað. Ég er búinn að vera í fjögur ár í Noregi og myndi segja að ég sé kominn á vissa endastöð í norska boltanum. Ég er búinn að spila oft á þessum völlum og farinn að þekkja alltof marga hérna - orðið eins og í Pepsi-deildinni heima. Ég myndi gjarnan vilja, ef tækifærið kæmi, fara út fyrir Noreg og draumurinn væri að fara eitthvað inn í Evrópu. Ef ekki, þá skoðar maður önnur félög í Skandinavíu eða hvað sem kemur upp," sagði Viðar við Fótbolta.net í nóvember.

Hann hefur núna tekið ákvörðun um að fara til Ungverjalands. Hann mun fara í læknisskoðun á mánudag og skrifar svo í kjölfarið undir eins og hálfs árs samning með möguleika á eins árs framlengingu ef félagið vill það.

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason nafngreinir félagið á Twitter. Hann segir að um sé að ræða Honvéd FC í höfuðborginni, Búdapest. Honvéd er í tíunda sæti af tólf liðum í ungversku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner