Klukkan 16:15 hefst leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og getur Ísland með hagstæðum úrslitum tryggt sér sæti á EM.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, er búinn að velja byrjunarliðið og má sjá það hér að neðan.
Hann gerir þrjár breytingar frá sigrinum á Austurríki í síðasta mánuði. Þær Hlín Eiríksdóttir, Guðrún Arnardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir taka sér sæti á bekknum. Inn koma þær Diljá Ýr Zomers, Natasha Anasi og Alexandra Jóhannsdóttir.
Natasha er að spila sinn sjötta landsleik. Hún meiddist illa á síðasta ári og er í dag að spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2022.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, er búinn að velja byrjunarliðið og má sjá það hér að neðan.
Hann gerir þrjár breytingar frá sigrinum á Austurríki í síðasta mánuði. Þær Hlín Eiríksdóttir, Guðrún Arnardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir taka sér sæti á bekknum. Inn koma þær Diljá Ýr Zomers, Natasha Anasi og Alexandra Jóhannsdóttir.
Natasha er að spila sinn sjötta landsleik. Hún meiddist illa á síðasta ári og er í dag að spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2022.
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þýskaland | 6 | 5 | 0 | 1 | 17 - 8 | +9 | 15 |
2. Ísland | 6 | 4 | 1 | 1 | 11 - 5 | +6 | 13 |
3. Austurríki | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 - 12 | -2 | 7 |
4. Pólland | 6 | 0 | 0 | 6 | 4 - 17 | -13 | 0 |
Athugasemdir