Ísland mætir Þýskalandi klukkan 16:15 í undankeppni EM 2025 í dag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.
Möguleiki er á því að Ísland muni tryggja sig inn á lokakeppni EM ef úrslitin fara í rétta átt í dag.
Möguleiki er á því að Ísland muni tryggja sig inn á lokakeppni EM ef úrslitin fara í rétta átt í dag.
Íslenska liðið er í góðum möguleika í þessum glugga eftir að hafa tekið fjögur stig gegn Austurríki í síðasta mánuði. Stelpurnar gerðu jafntefli við Austurríki úti og lögðu þær svo heima, 2-1, þar sem Hildur Antonsdóttir gerði sigurmarkið með föstum skalla.
Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025, en Ísland er með þriggja stiga forskot á Austurríki. Þar sem Ísland er með betri árangur en Austurríki í innbyrðis viðureignum þá nægir Íslandi þrjú stig í síðustu tveimur leikjunum. Á sama tíma þarf Austurríki að minnsta kosti fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum sínum.
Staðan er þannig að ef Ísland vinnur gegn Þýskalandi, sem er með ótrúlega sterkt landslið, þá fara okkar stelpur beint á EM. Þá skiptir engu máli hvernig leikur Austurríkis og Póllands á sama tíma endar; sætið okkar er þá alltaf tryggt.
Ef Ísland gerir jafntefli gegn Þjóðverjum, þá þarf Austurríki að vinna Pólland á sama tíma. Jafntefli dugir þá ekki Austurríki til að halda möguleika sínum lifandi.
Ef Þýskaland vinnur Ísland á eftir, þá heldur Austurríki möguleika sínum lifandi með jafntefli eða sigri gegn Póllandi.
Ef Pólland vinnur Austurríki, þá tryggir Ísland sig á EM sama hvernig okkar leikur endar á eftir.
Við þurfum því að fylgjast með úrslitum úr leik Austurríki og Póllands ef við vinnum ekki Þýskaland.
Ísland mætir svo Póllandi næsta þriðjudag og fær annan möguleika til að koma sér beint á EM ef það tekst ekki í dag. Ísland vann 3-0 sigur gegn Póllandi á heimavelli.
Ef við komumst ekki beint á EM, þá förum við í umspil.
Hægt er að nálgast miða á leik Íslands og Þýskalands með því smella hérna.
Athugasemdir