Nýbúinn að fá heilahristing
Birgir Steinn Styrmisson fór í gærkvöldi á bráðamóttökuna eftir að hafa fengið stingandi höfuðverk á meðan leik Fram og KR stóð.
KR-ingurinn, sem var í byrjunarliðinu í gær, fór af velli á börum í gær og var fluttur beint á bráðamóttökuna. Hann lenti í smá samstuði á 69. mínútu og hélt í kjölfarið um höfuðið á sér.
KR-ingurinn, sem var í byrjunarliðinu í gær, fór af velli á börum í gær og var fluttur beint á bráðamóttökuna. Hann lenti í smá samstuði á 69. mínútu og hélt í kjölfarið um höfuðið á sér.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 KR
„Líðanin er allt í lagi núna. Það voru teknar myndir í gær og þær komu bara vel út," segir Birgir við Fótbolta.net.
Hann fékk heilahristing í leiknum gegn Stjörnunni um síðustu helgi.
„Þetta voru líklega einhver eftirköst af heilahristingnum sem ég fékk í síðasta leik. Ég er betri í dag en ég var í gærkvöldi, en ég tek því rólega næstu daga."
Þegar þú lítur til baka, var eitthvað sem hefði átt að gera öðruvísi varðandi leikinn í gær?
„Nei, ég held í rauninni ekki. Ég var alveg einkennalaus alla vikuna, tók allar æfingarnar og leið vel eftir þær allar. Ég hélt, og við allir, að ég væri 100% klár. Ég var ekki búinn að finna neitt til í leiknum í gær fyrr en ég fer niður með stingandi höfuðverk," sagði Birgir.
Hann er tvítugur varnarmaður sem sneri aftur í uppeldisfélagið KR síðasta haust eftir að hafa verið í tvö ár hjá Spezia.
Leikurinn í gær var hans fjórði byrjunarliðsleikur í röð.
Athugasemdir