Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Clattenburg tjáir sig um vítið sem England fékk og óvænta dómaravalið
England fékk umdeilt víti í sigrinum gegn Hollandi.
England fékk umdeilt víti í sigrinum gegn Hollandi.
Mynd: EPA
Mark Clattenburg dæmir leik á Laugardalsvelli.
Mark Clattenburg dæmir leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Clattenburg, sem var á sínum tíma einn besti dómari heims, segir að vítaspyrnan umdeilda sem England fékk gegn Hollandi hafi verið réttur dómur.

„Ég heyrði Gary Neville, Jamie Carragher og aðra öskra að þetta hefði verið rangur dómur. En þeir eru ekki að horfa á enska boltann. Denzel Dumfries fer upp með takkana til að koma í veg fyrir skot Harry Kane og UEFA vill að refsað sé fyrir þetta hvar sem það á sér stað á vellinum," segir Clattenburg.

„Þó þetta hafi átt sér stað innan teigs þýðir það ekki að Dumfries eigi að sleppa með þetta. Enda gerði hann það ekki."

Clattenburg hefur einnig tjáð sig um óvænt dómaraval UEFA í úrslitaleiknum, að láta hinn franska Francois Letexier dæma í Berlín. Clattenburg segir valið hafa komið Frökkum á óvart.

„Hann er ekki einu sinni talinn besti dómari Frakka. Það er Clement Turpin sem er með úrslitaleiki Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar á ferilskránni. Mín tilfinning er að Turpin fái ekki úrslitaleikinn vegna mistaka sem hann gerði í fyrsta leik EM, milli Þýskalands og Skotlands," segir Clattenburg.

Letexier er 35 ára og er að dæma á sínu fyrsta stórmóti.

„Hann hefur dæmt vel á mótinu og ekki tekið umdeildar ákvarðanir. En stærsti leikur sem hann hafði fengið til þessa var leikur Manchester City og Sevilla í Ofurbikarnum 2023. Þetta er risastórt stökk og pressan mikil."
Athugasemdir
banner
banner
banner