Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fös 12. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM um helgina - Snýr fótboltinn aftur heim?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það ríkir gríðarlega mikil eftirvænting fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta þar sem Spánn og England eigast við á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Þetta er í annað sinn í röð sem England kemst í úrslitaleik Evrópumótsins, en síðast töpuðu lærlingar Gareth Southgate gegn Ítalíu eftir vítaspyrnur.

Englendingar hafa alls ekki verið sannfærandi á mótinu en eru þó komnir alla leið í úrslitaleikinn. Þeir rétt mörðu talsvert smærri þjóðir á leið sinni í úrslitin og lentu undir í öllum leikjum útsláttarkeppninnar.

Gegn Slóvakíu þurfti England jöfnunarmark á 95. mínútu frá Jude Bellingham til að knýja framlengingu áður en Bukayo Saka jafnaði á 80. mínútu gegn Sviss til að halda þeirri viðureign á lífi í 8-liða úrslitum.

Það var svo í undanúrslitunum gegn Hollandi sem Englendingar unnu loks án framlengingar, eftir að hafa lent undir snemma leiks og jafnað skömmu síðar. Í þetta sinn var það Ollie Watkins sem skoraði sigurmark á 91. mínútu eftir stoðsendingu frá Cole Palmer.

Spánverjar hafa verið talsvert meira sannfærandi á þessu móti þó að þeir hafi lent í erfiðleikum í útsláttarkeppninni. Fyrst lentu þeir óvænt undir gegn Georgíu í 16-liða úrslitum en unnu þægilegan sigur í seinni hálfleik, áður en þeir þurftu framlengingu til að sigra heimamenn í Þýskalandi.

Spánn lenti svo undir snemma leiks gegn Frakklandi í undanúrslitunum en sneri dæminu við fyrir leikhlé og gerði vel að takmarka marktilraunir Frakka í síðari hálfleik.

Það má því búast við gríðarlega spennandi viðureign, en Spánverjar unnu síðast Evrópumótið tvisvar í röð árin 2008 og 2012 - auk þess að vinna HM 2010 þar á milli.

England hefur ekki unnið stórmót síðan HM 1966 og bíða Englendingar enn eftir að „fótboltinn snúi aftur heim".

Sunnudagur:
19:00 Spánn - England
Athugasemdir
banner
banner
banner