Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
„Endilega setjið Kane á bekkinn!“
Harry Kane í vináttulandsleiknum gegn Íslandi fyrir mót.
Harry Kane í vináttulandsleiknum gegn Íslandi fyrir mót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane sóknarmaður Englands hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar á Evrópumótinu og einhverjir hafa kallað eftir því að hann sé settur á varamannabekkinn.

Spænski íþróttafréttamaðurinn Guillem Balague gerir grín að þessari umræðu og segist sem stuðningsmaður spænska landsliðsins vera meira en til í að sjá Kane settan á bekkinn.

„Endilega setjið hann á bekkinn, takk fyrir! Hann er ekki bara reynslumikill heldur gríðarlega mikilvægur í spili Englands. Hann er kominn með þrjú mörk, fleiri en nokkur annar á mótinu," segir Balague.

„Skyndilega er komið meira flæði í spilamennsku Englands. Menn eru farnir að ná betur saman og tala sama tungumálið. Svo hvað finnst mér? Auðvitað á að setja Harry Kane á bekkinn."
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
Athugasemdir
banner
banner