Alan Shearer fyrrum landsliðsmaður Englands spáir því að Gareth Southgate haldi sig við þriggja miðvarða kerfið í úrslitaleik EM. Enska liðið hefur spilað betur eftir breytingu á leikkerfi.
Hann spáir því hinsvegar að ein breyting verði gerð á byrjunarliðinu og leikmaður sem hefur ekki byrjað leik hingað til komi inn.
Hann spáir því hinsvegar að ein breyting verði gerð á byrjunarliðinu og leikmaður sem hefur ekki byrjað leik hingað til komi inn.
„Ég sé hann alveg láta Luke Shaw byrja og halda öðru óbreyttu," segir Shearer en vinstri bakvörðurinn Shaw hefur ekki byrjað leik síðan í febrúar vegna meiðsla.
Hann hefur þó komið öflugur inn af bekknum í síðustu leikjum, gegn Sviss og Hollandi. Það verður verk að vinna fyrir varnarmenn Englands að hafa hemil á Lamine Yamal og Nico Williams, hinum frábæru kantmönnum Spánar.
Shearer spáir því að Kieran Trippier verði settur á bekkinn til að koma Shaw inn í liðið.
Leikur Spánar og Englands á sunnudag hefst klukkan 19:00.
Líklegt byrjunarlið Englands að mati Shearer:
Pickford; Saka, Walker; Stones, Guehi; Shaw; Mainoo; Rice; Foden; Bellingham; Kane
Athugasemdir