Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Grindavík sá ekki til sólar í Breiðholti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Austurfrétt/Gunnar
ÍR 3 - 0 Grindavík
1-0 Dennis Nieblas ('47, sjálfsmark)
2-0 Renato Punyed Dubon ('54)
3-0 Bragi Karl Bjarkason ('79)

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR tók á móti Grindavík í eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla og voru heimamenn í Breiðholti sterkari aðilinn.

ÍR-ingar komust nálægt því að skora í fyrri hálfleik en staðan var markalaus í leikhlé. Mörkin áttu eftir að láta sjá sig í síðari hálfleik.

Heimamenn byrjuðu af krafti og tóku forystuna eftir hornspyrnu á 47. mínútu, þegar Dennis Nieblas varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið net.

Skömmu síðar tvöfaldaði Renato Punyed forystuna eftir aðra hornspyrnu, þar sem boltinn datt fyrir fætur Renato eftir að Aroni Degi Birnusyni markverði mistókst að slá boltann nógu langt frá.

ÍR var áfram sterkari aðilinn og innsiglaði Bragi Karl Bjarkason sigurinn á 79. mínútu eftir góða stungusendingu frá Alexander Kostic. Niðurstaðan verðskuldaður 3-0 sigur ÍR og er Bragi Karl markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar sem stendur.

Þetta eru frábær úrslit fyrir ÍR sem stekkur yfir Grindavík á stöðutöflunni og jafnar ÍBV á stigum í þriðja sæti, þar sem bæði lið eiga 19 stig eftir 12 umferðir.

Grindavík er í fimmta sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner