Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 10:22
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Spánar - Morata brosandi á æfingu
Mynd: EPA
Spánn og England leika til úrslita á Evrópumótinu á sunnudagskvöld klukkan 19. Leikurinn fer fram á Ólympíuleikvangnum í Berlín.

Dani Carvajal er klár í slaginn aftur eftir eins leiks bann og ætti að snúa aftur í hægri bakvarðarstöðuna. En verður Nacho eða Robin le Normand í hjarta varnarinnar?

Alvaro Morata lenti í því að öryggisvörður rann á hann þegar fagnað var sigri í undanúrslitunum og óttast að hann hefði meiðst á hné. Ekkert virtist hinsvegar angra Morata á æfingu í morgun og hann tók fullan þátt með bros á vör.

Líklegt byrjunarlið Spánar:
Unai Simon, Dani Carvajal, Nacho, Aymeric Laporte, Marc Cucurella, Lamine Yamal, Fabian Ruiz, Rodri, Nico Williams, Dani Olmo, Alvaro Morata.
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
Athugasemdir
banner
banner