Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 16:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Ingibjörg kom Íslandi yfir gegn Þýskalandi
Icelandair
Ingibjörg fagnar marki sínu.
Ingibjörg fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur byrjað af miklum krafti í leik sínum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli og er staðan orðin 1-0.

Það var miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir sem kom Íslandi yfir við mikinn fögnuð áhorfenda á vellinum.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Ísland fékk horn eftir skyndisókn og skot Söndru Maríu sem fór af varnarmanni."

„Karólína með virkilega góða spyrnu inn á teiginn, Sveindís vinnur fyrsta boltann og Ingibjörg er hreinlega miklu sterkari en allar aðrar og skallar boltann í netið eftir að Þjóðverjum mistókst að skalla frá,"
skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Ísland hefur einu sinni áður unnið Þýskaland og spurning hvort annar sigurinn komi í dag, en sigur tryggir Íslandi sæti í lokakeppni Evrópumótsins.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af markinu en leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV.


Athugasemdir
banner
banner