Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Stærsta stjarna Þýskalands aftur fjarverandi gegn Íslandi
Icelandair
Alexandra Popp.
Alexandra Popp.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markamaskínan Alexandra Popp er ekki með Þýskalandi gegn Íslandi í dag vegna meiðsla.

Popp er að gera allt til þess að vera klár fyrir Ólympíuleikana en hún verður ekki með á Laugardalsvelli á eftir.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Popp, sem er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, hefur gert 67 mörk í 139 landsleikjum og er stærsta nafnið í þýska landsliðinu.

Popp var einnig fjarverandi í fyrri leik Íslands og Þýskalands í riðlinum, en þá steig Lea Schüller upp í hennar fjarveru. Varnarmenn Íslands áttu í miklu basli með Schüller en hún byrjar aftur í dag.

Byrjunarlið Þýskalands:
1. Merle Frohms (Wolfsburg)
2. Sarai Linder (Hoffenheim)
3. Kathrin Hendrich (Wolfsburg)
7. Lea Schüller (Bayern München)
9. Sjoeke Nüsken (Chelsea)
15. Giulia Gwinn (Bayern München)
18. Nicole Anyomi (Eintracht Frankfurt)
19. Klara Bühl (Bayern München)
20. Elisa Senss (Eintracht Frankfurt)
22. Jule Brand (Wolfsburg)
23. Sara Doorsoun (Eintracht Frankfurt)
Athugasemdir
banner
banner