Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær goðsagnir heiðraðar á Laugardalsvelli
Icelandair
Hallbera og Sara.
Hallbera og Sara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir verða heiðraðar af UEFA fyrir leik Íslands og Þýskalands á eftir fyrir að hafa leikið 100 A-landsleiki.

Þær verða heiðraðar sérstaklega áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir fyrir leikinn og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og hylla leikmennina. Leikurinn hefst klukkan 16:15.

KSÍ hafði þegar heiðrað leikmennina fyrir að leika 100 A-landsleiki, en það var gert á 74. ársþingi sambandsins sem haldið var árið 2020.

Sara Björk Gunnarsdóttir er fædd árið 1990 og er því 34 ára gömul á þessu ári. Hennar fyrsti A-landsleikur var gegn Slóveníu árið 2007 í undankeppni EM 2009. Á ferli sínum með A-landsliðinu lék hún 145 mörk og skoraði í þeim 24 mörk, en hún var lengi fyrirliði liðsins. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

Hallbera Guðný Gísladóttir var á 22. aldursári þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008, gegn Póllandi á Algarve Cup. Hallbera, sem er fædd 1986, lék 131 landsleik fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner