Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Vilja halda Southgate eftir EM
Enska fótboltasambandið vill halda Southgate.
Enska fótboltasambandið vill halda Southgate.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska fótboltasambandið mun reyna að halda Gareth Southgate sem landsliðsþjálfara áfram, sama þó England tapi gegn Spáni í úrslitaleik EM á sunnudag.

Samningur Southgate rennur út í desember og var ákveðið að ræða ekki um framtíðina fyrr en að loknu Evrópumóti.

Southgate nýtur enn stuðnings æðstu manna enska sambandsins sem vilja að hann stýri Englandi á HM 2026.

Southgate ýjaði að því fyrir EM að hann þyrfti að láta af störfum ef England myndi ekki tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Þá fékk hann í upphafi móts gríðarlega harða gagnrýni frá stuðningsmönnum og sparkspekingum.

Southgate fékk hinsvegar hrós fyrir ákvaðarðanatökur sínar í sigrinum gegn Hollandi í undanúrslitum. Hann setti Ollie Watkins inn af bekknum og skoraði enski sóknarmaðurinn frábært sigurmark í lokin.

Southgate hefur áður stýrt Englandi í undanúrslitin á HM 2018, átta liða úrslit 2022 og í úrslitaleik EM 2020 þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu í vítakeppni.

Guardian segir að enska sambandið sé með áætlanir ef Southgate vill ekki halda áfram. Eddie Howe, Graham Potter og Mauricio Pocchettino séu þar á blaði.

Þurfum að eiga fullkominn leik
Southgate er með fulla einbeitingu sem stendur á úrslitaleiknum gegn Spáni á sunnudag og segir að enska liðið þurfi að sýna fullkominn leik til að standa uppi sem sigurvegari.

„Spánn er sigurstranglegra liðið vegna þess sem það hefur gert á þessu móti. Spánverjar hafa verið besta liðið," segir Southgate.

„Þeir fá dag lengur en við í undrbúningi og það skiptir máli. Endurheimtin okkar þarf því að ganga algjörlega upp. Taktískt þurfum við að eiga fullkominn leik því Spánn er það gott lið. En hingað erum við komnir."
Athugasemdir