Joshua Zirkzee er í Manchester og er í læknisskoðun hjá Manchester United. Hann kom til borgarinnar í gærkvöldi en United er að kaupa hollenska landsliðsmanninn frá Bologna á 36 milljónir punda.
Enskir fréttaljósmyndarar mynduðu Zirkzee yfirgefa flugvöllinn í Manchester eftir lendingu.
Enskir fréttaljósmyndarar mynduðu Zirkzee yfirgefa flugvöllinn í Manchester eftir lendingu.
Manchester United borgar aðeins meira en riftunarákvæði leikmannsins til að geta dreift greiðslunum yfir þriggja ára tímabil. Honum er ætlað að keppa um stöðu í sókninni við Rasmus Höjlund.
Zirkzee er 23 ára en hann skoraði 12 mörk og áttu 7 stoðsendingar í 37 leikjum fyrir Bologna á síðasta tímabili.
United færist einnig nær því að tryggja sér varnarmanninn Matthijs de Ligt frá Bayern München. Erik ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil sem stjóri Manchester United og leitar í að kaupa landa sína.
BREAKING: Joshua Zirkzee is in Manchester and will have a medical today ahead of completing his move from Bologna to Manchester United ???? pic.twitter.com/UGBeSABkhc
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 12, 2024
Athugasemdir