Óli Valur Ómarsson gekk í raðir sænska félagsins Sirius frá Stjörnunni. Óli Valur er nítján ára bakvörður sem spilaði virkilega vel fyrri hluta tímabilsins á Íslandi, kom sér í U21 landsliðið og var í kjölfarið keyptur til Svíþjóðar.
Hjá Sirius hefur hann spilað með Aroni Bjarnasyni, eitthvað leyst stöðu vinstri vængbakvarðar á meðan Aron spilar hægra megin. Aron var til viðtals í síðustu viku og var hann spurður út í Óla Val.
Hjá Sirius hefur hann spilað með Aroni Bjarnasyni, eitthvað leyst stöðu vinstri vængbakvarðar á meðan Aron spilar hægra megin. Aron var til viðtals í síðustu viku og var hann spurður út í Óla Val.
Sjá einnig:
Aron Bjarna: Erfitt að keppa við félögin sem eru með mun hærra budget
Seldur til Svíþjóðar eftir að hafa blómstrað í bakverðinum - „Mjög erfið ákvörðun"
„Óli hefur komið flott inn í þetta, var fenginn í kannski annað hlutverk en hann var í hjá Stjörnunni, var mikið vinstra megin í vængbakverði og kannski erfitt að fara fram á eitthvað mikið. Mér fannst hann vaxa eftir því sem leið á og er búinn að aðlagast nokkuð vel," sagði Aron.
„Ég bíð honum reglulega í mat, hann býr svolítið frá mér núna, en ég á von á því að við verðum mikið saman á undirbúningstímabilinu."
„Já, ég er nokkuð seigur í eldhúsinu, duglegur að elda þannig hann nýtur góðs af því. Ég er mikið að vinna með indverskt og mexíkóskt," sagði Aron. Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir