Arsenal leiðir kapphlaupið um portúgalska sóknartengiliðinn Joao Felix en þetta segir spænski miðillinn Marca í dag.
Felix, sem var keyptur til Atlético Madríd fyrir metfé fyrir þremur árum, er ósáttur hjá spænska félaginu og vill komast í annað lið í janúar.
Paris Saint-Germain hefur þegar rætt við Jorge Mendes, umboðsmann Felix, en samkvæmt Marca er það Arsenal sem er í bílstjórasætinu.
Arsenal er að leita að frekari styrkingu í lið sitt fyrir seinni hluta tímabilsins og passar Felix frábærlega inn í hugmyndafræði Mikel Arteta.
Chelsea, Manchester United og Aston Villa eru einnig áhugasöm en Villa þykir þó ólíklegur kostur í augnablikinu.
Athugasemdir