Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 14:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barton lætur í sér heyra: Southgate verður að fara
Harðhausinn Joey Barton segir að það sé kominn tími á það að Gareth Southgate segi starfi sínu lausu.

Southgate hefur stýrt enska landsliðinu frá 2016. Síðastliðið laugardagskvöld tapaði England fyrir Frakklandi í átta-liða úrslitum HM í Katar.

Southgate hefur núna stýrt Englandi á þremur stórmótum. Liðið hefur einu sinni dottið út í átta-liða úrslitum, einu sinni í undanúrslitum og einu sinni hefur liðið tapað í sjálfum úrslitaleiknum.

„Ég trúi því ekki að Southgate sé ekki búinn að segja af sér," segir Barton sem lék á sínum tíma einn A-landsleik fyrir Englands hönd.

„Hættið að verðlauna hann fyrir að misheppnast. Hann verður að fara. Það er kominn tími á að fá inn einhvern sem getur unnið titla."

Rætt var um málið í HM hringborðinu fyrr í dag en hægt er að hlusta á þær samræður hér fyrir neðan.
HM hringborðið - Englendingar komnir heim og Ronaldo grét
Athugasemdir
banner
banner
banner